Vörurnar okkar

Í Mývatnssveit er hafin ræktun á séríslenskri sspirulínu sem var einangruð úr Mývatni 2018. Við raðgreiningu kom í ljós að um einstakan Spirulina stofn er að ræða. 

Mýspirulína er steinefna- og andoxunarefnarík. Fáir vita hversu próteinrík hún er, en hún inniheldur um 60% prótein með fullkominni samsetningu á amínósýrum. Próteinið er auðmeltanlegt og sýnt hefur verið fram á virkni hennar til að ná jafnvægi á meltinguna. Hún hentar einstaklega vel þeim sem eru á veganfæði. Mýspirulína er fullkomin í ketó-mataræðið þar sem hún inniheldur lítið magn af kolvetnum. Allir þessir góðu eiginleikar er ástæða þess að spirulínu er neytt í heilsuhristingum út í Alþjóðlegu Geimferðastofnuninni.

Nýting smáþörunga sem fæðu eða til fæðubóta, er ekki ný af nálinni heldur hafa þörungar verið ræktaðir og nýttir um aldir erlendis. Spirulína er mikið rannsökuð fæða sökum fjölþættra jákæðra áhrifa á mannslíkamann. Langtímamarkmiðið okkar með mýspirulínu er að koma á móts við þarfir þeirra einstaklinga sem vilja fá heilsueflandi fæðubótarefni þar sem hreinleiki, sjálfbærni og uppruni er tryggður. Þetta verður gert með því að bjóða uppá mývetnska spirulínu sem framleidd verður í lokuðum kerfum, í hreinu vatni og með vistvænni orku. 

Mýspirulína

er einstök íslensk afurð úr Mývatnssveit. Markmið okkar er að framleiða hreinustu og vistvænustu spirulínuna sem völ er á. Framleidd með íslensku vatni, úr orku eldfjallanna og frostþurrkuð hér á landi til að hámarka næringargildin á sem bestan hátt.

Væntanleg á markað 2022.

er skemmtilegur og öðruvísi kokteil-drykkur sem inniheldur Mývatns Spirulínu og íslenskan spíra. Drykkurinn er í þróun og má smakka hann í kynningarheimsóknum hjá okkur í Mýsköpun

Andi Mývatns

Hinn ómótstæðilegi rjómaís með mýspirulínu, er með myntu- og súkkulaði bragði. Hann er unnin í samstarfi við Skútaís og verður væntanlegur í sölu veturinn 2022.
Gefið er gott smakk í kynningarheimsóknum hjá okkur í Mýsköpun.

Spirulínuísinn frá Skútaís