Sagan

Mýsköpun ehf. var stofnað 2013 og var yfirlýst markmið félagsins að einangra, greina og ákvarða ræktunarskilyrði örþörunga úr Mývatni með framleiðslu og sölu í huga. Prófessor Hjörleifur Einarsson hefur verið hugmyndasmiður verkefnisins frá upphafi og stjórnað þróunarvinnu með 1-3 starfsmönnum, auk nemenda. Árið 2018 tókst að finna og einangra tvo örþörunga til manneldis úr sýnum sem tekin voru í Mývatni, annars vegar Spirulina (Arthospira plantensis) og Chlorella (Chlorella vulgaris). Byrjað var að besta ræktunarskilyrði (næringu, ljós, kolsýrumagn, sýrustig) fyrir báðar tegundir með góðum árangri. Ræktunarskilyrði eru einfaldari fyrir Spirulina, þar sem sýrustigið er hátt við ræktun sem kemur í veg fyrir mengun í framleiðsluferlinu. Guðjón Andri Gylfason, lífefnafræðingur hóf tilraunir og þróun framleiðslubúnaðar Mýsköpunar. Ræktunin þarf mikið ljós og stöðugt hitastig yfir 20°C og þar nýtist staðsetning framleiðslunnar við jarðhitavirkjun vel. Landsvirkjun og Mýsköpun hafa gert með sér samning um að Landsvirkjun styrki Mýsköpun með húsnæði í Bjarnarflagi ásamt vatni, rafmagni og hita út árið 2022 með möguleika á framlengingu.